Þyrlan farið fjórar ferðir á Vestfirði

16. janúar, 2020

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur farið í fjórar ferðir á Vestfirði í vikunni.

16.1.2020 Kl: 15:04

Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt klukkan 14:00 í sitt fjórða
flug á Vestfirði eftir að snjóflóðin féllu fyrr í vikunni. Verkefni bíða
þyrlunnar á Flateyri og Ísafirði meðal annars stendur til að flytja mannskap og
búnað milli Ísafjarðar og Flateyrar. Með í för eru einnig formenn
stjórnarflokkanna sem ætla að kynna sér aðstæður auk forsvarsmanna helstu
viðbragðsaðila. Þá er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga með í för auk
fulltrúa Rauða krossins sem kemur til með að aðstoða við skipulagningu á
áframhaldandi stuðningi við íbúa.

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór síðdegis í gær í
sjúkraflug til Flateyrar og á Ísafjörð auk þess sem hún flutti
björgunarsveitarfólk, sérfræðinga, búnað og vistir síðar um kvöldið.

Í morgun fór áhöfnin á TF-GRO vestur með fulltrúa
Umhverfisstofnunar og Veðurstofunnar vestur. Til að gera þyrlunni betur kleift
að lenda við bensínstöðina á Flateyri voru tveir ljósastaurar felldir í gær til
að búa til ákjósanlegan lendingarstað fyrir þyrluna.

Þyrlan verður til taks fyrir vestan næstu klukkutímana en
TF-GRO lendir á Flateyri núna klukkan 15:00.

20200116_102020TF-GRO á Flateyri.20200116_112136Flateyri í morgun.IMG_3531Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.IMG_3525Öryggiskynning á Reykjavíkurflugvelli. IMG_3533Jens Þór Sigurðarson og Brynhildur Bjartmarz.IMG_3535