Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja í grænlenskt línuskip sem statt var 144 sjómílur vestur af Bjargtöngum.
17.1.2020 Kl: 14:48
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja í
grænlenskt línuskip sem statt var 144 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Skipið var
á milli Grænlands og Íslands þegar beiðni um aðstoð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í morgun og eftir um tveggja tíma flug hófst áhöfnin handa við að hífa skipverjann um borð. Eins
og sést á meðfylgjandi myndskeiði var myrkur á svæðinu og lélegt skyggni.
Myndbandið
sýnir undirbúning sigmannsins um borð í þyrlunni og alveg þar til hann er
kominn um borð í skipið. TF-GRO lenti á ellefta tímanum á Reykjavíkurflugvelli
og þaðan var skipverjinn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.