Eftirlitsflugvélin TF-SIF fór í sitt fyrsta flug eftir umfangsmikla uppfærslu í liðinni viku.
22.3.2020 Kl: 10:15
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hóf sig til
flugs á nýjan leik í liðinni viku eftir nokkurra vikna hlé. Í nóvember hófst
umfangsmikil uppfærsla á eftirlitsbúnaði vélarinnar auk þess sem vélin hefur
gengist undir hefðbundið viðhald.
Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá
vélina hefja sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag en vélin gegnir
afar mikilvægu og margvíslegu hlutverki í starfsemi Landhelgisgæslunnar. Ekki
var annað að sjá á áhöfn vélarinnar, en hún væri í sjöunda himni með að vera
komin í loftið á nýjan leik.
Á föstudag fór vélin og áhöfn hennar í sitt fyrsta formlega
verkefni eftir hlé þegar F-35 vélum Norðmanna var flogið til síns heima að
lokinni loftrýmisgæslu hér á landi. TF-SIF fylgdi þotunum drjúgan spöl yfir hafið áður en
flugvél norska flughersins tók við fylgdarfluginu.
Sigurjón Sigurgeirsson, flugvirki, Gunnar Örn Arnarson, stýrimaður, Hreggviður Símonarson, stýrimaður auk Bartley Joshua, Neivandt Max frá L3 og Peter Larm frá Field Aviation.
TF-SIF á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag.
TF-SIF tekur á loft.