TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, flaug með öndunarvél til Ísafjarðar í hádeginu í dag.
7.4.2020 Kl: 14:51
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, flaug
með öndunarvél til Ísafjarðar í hádeginu í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
hafði samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir því að flogið yrði með
öndunarvélina vestur á firði.
Áhöfnin á TF-SIF var þá stödd á Reykjavíkurflugvelli
og hafði samband við áhöfnina á varðskipinu Þór sem gat gefið greinargóðar
upplýsingar um veðuraðstæður í Ísafjarðardjúpi fyrir flugið.
TF-SIF lenti á
flugvellinum á Ísafirði um hádegisbil þar sem öndunarvélin var afhent.
Viggó M. Sigurðsson og Gunnar Örn Arnarson, stýrimenn á TF-SIF um borð í TF-SIF í dag.
TF-SIF á flugvellinum á Ísafirði.