Páll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í gær.
20.5.2020 Kl: 12:43
Páll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í gær þegar Týr lagðist að bryggju í Reykjavík. Páll hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tuttugu og eitt ár.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Páli við komuna til höfuðborgarinnar og í tilefni tímamótanna var haldið Kaffisamsæti fyrir samstarfsmenn og fjölskyldu Páls. Landhelgisgæslan þakkar Páli innilega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.
Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson.
Samstarfsmenn Páls og fjölskylda tóku á móti við komuna til Reykjavíkur.
Í tilefni tímamótanna var kaffisamsæti um borð í Tý.
Páll og barnabarn hans.
Málin krufin til mergar í þyrluskýli varðskipsins.