TF-SIF fór í eftirlitsferð um Vestfirði í dag.
16.6.2020 Kl:14:30
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug um Vestfirði fyrr í dag. Flugvélin nýtist einstaklega vel til að hafa eftirlit með lögsögunni enda kemst hún hratt yfir stórt svæði á skömmum tíma.
Flogið var inn í firði sem skörtuðu sínu fegursta í dag. Hafsteinn Heiðarsson var flugstjóri í fluginu og Hólmar Logi Sigmundsson, flugmaður. Við stjórntækin aftur í vél sátu stýrimennirnir Hreggviður Símonarson og Magnús Örn Einarsson. Þá var hinn gamalreyndi Benóný Ásgrímsson, fyrrverandi yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, einnig um borð en hann sinnti eftirliti með áhöfninni fyrir hönd Samgöngustofu.
Flugið gekk einstaklega vel og allir sjófarendur voru til fyrirmyndar.
Hólmar Logi Sigmundsson, flugmaður, undirbýr flugið í flugskýli Landhelgisgæslunnar.
Hafsteinn Heiðarsson og Hólmar Logi Simundsson fylla út pappíra fyrir flugið.
TF-SIF á Reykjavíkurflugvelli.
Hreggviður Símonarson, stýrimaður við stjórntækin.
Magnús Örn Einarsson, stýrimaður.
Hreggviður Símonarson.
Flugstjórnarklefinn.
Benóný Ásgrímsson, starfsmaður Samgöngustofu.
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar.