Orrustuþotur bandaríska flughersins yfirgefa landið í dag.
30.10.2020 Kl: 12:56
Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins er nú lokið en
orrustuþotur bandaríska flughersins eru flestar farnar af landi brott.
Verkefnið gekk vel þrátt fyrir að farsóttin hefði töluverð áhrif á framkvæmdina.
Strangar sóttvarnarreglur voru viðhafðar vegna komu flugsveitarinnar sem fór í
tvær skimanir auk vinnusóttkvíar við komuna til landsins.
Jón B. Guðnason,
framkvæmdastjóri, varnarmálasviðs tók við gjöf úr hendi yfirmanns bandarísku flugsveitarinnar í vikunni og þakkaði sveitinni fyrir vel heppnað samstarf. Næsta loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins er í febrúar en þá kemur norski flugherinn hingað til lands.
Ljósmyndari flughersins tók meðfylgjandi myndir.
F-18 þota bandaríska flughersins.
F-15 þota býr sig undir flugtak.
Orrustuþoturnar í loftrýmisgæslu.