Jólakveðja NATO var tekin upp hér á landi í ár
16.12.2020 Kl: 14:50
Liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar og eitt af vélmennum sveitarinnar eru í aðalhlutverki í bráðskemmtilegri jólakveðju Atlantshafsbandalagsins sem tekin var upp hér á landi.
Sveitin hefur um árabil tekið þátt í friðargæslu- og mannúðarverkefnum undir merkjum Atlantshafsbandalagsins, meðal annars með þjálfun annarra sprengjusérfræðinga í sprengjueyðingu á átakasvæðum. Þá sér sveitin um Northern Challenge sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga og er haldin hér á landi árlega. Atlantshafsbandalagið er bakhjarl æfingarinnar.
Jón Marvin Pálsson og Andri Rafn Helgason, liðsmenn sveitarinnar, sýna lipra leiklistarhæfileika að ógleymdu vélmenni sveitarinnar.
Séraðgerðasveit og jólakveðja NATO
Andri tekur við gjöf frá vélmenninu.
Jón Marvin tekur upp sína gjöf.
Vélmennið góða.
Jólakveðjan var tekin upp hér á landi.