Varðskipið Týr komið norður

21. janúar, 2021

Varðskipið kom inn í Eyjafjörð í morgun

21.1.2021 Kl: 12:45

Varðskipið Týr kom inn á Eyjafjörð í morgun eftir siglingu frá Austfjörðum þar sem skipið var statt við eftirlitsstörf. Siglingin tók um sólarhring í hvassviðri og allmiklum sjó. Áhöfnin á Tý verður til taks á svæðinu vegna óveðurs og ófærðar eins og þurfa þykir í samráði við aðgerðastjórn lögreglu og almannavarnir.

IMG_3026_1611233154442Varðskipið Týr