Varðskipið Týr var kallað út
24.1.2021 Kl: 09:15
Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út á tíunda tímanum í gær til að annast sjúkraflutning frá Siglufirði. Þar þurfti maður að komast undir læknishendur á Akureyri og ekki reyndist unnt að flytja hann landleiðina. Varðskipið hefur verið til taks á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu og slæms veður undanfarna daga. Skipið leysti landfestar á Akureyri laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld og sigldi að því búnu til Siglufjarðar og sótti manninn. Varðskipið kom aftur að bryggju á Akureyri snemma í morgun og þar biðu sjúkraflutningamenn sem fluttu manninn á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er gert ráð fyrir að varðskipið Þór verði komið til Önundarfjarðar laust fyrir hádegi. Þar verður skipið og áhöfn þess til taks vegna snjóflóðahættu.
Myndir: Garðar Nellett og Guðmundur St. Valdimarsson.Sjúkrabíll beið á bryggjunni á Akureyri.
Kuldalegt á Siglufirði.
Einar Valsson, skipherra.