Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt reykköfunaræfingu á dögunum.
29.3.2021 Kl: 11:20
Eins og gefur að skilja gegna æfingar veigamiklu hlutverki í störfum varðskipsáhafna Landhelgisgæslu Íslands. Ein slík fór fram í síðustu viku þegar þegar reykköfunaræfing var haldin um borð í Fönix ST-177 á Hólmavík.
Æfingar sem þessar gegna mikilvægu hlutverki svo áhafnir Landhelgisgæslunnar geti brugðist örugglega við ef eldur kemur upp um borð í skipum á Íslandsmiðum.
Meðfylgjandi myndband sem Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór, útbjó sýnir hvernig æfing sem þessi fer fram.
Að lokinni vel heppnaðri æfingu.
Eiríkur Bragason, yfirstýrimaður á varðskipinu Þór.