Áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri aðstoðaði bát sem varð vélarvana.
11.5.2021 Kl: 13:10
Laust eftir hádegi í dag hélt sjómælingabáturinn Baldur úr höfn í Reykjavík áleiðis vestur í Ísafjarðardjúp til mælinga.
Þegar komið var vestur fyrir Akranes hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband og upplýsti um vélarvana strandveiðibát um 7 sjómílur vestur af Þormóðsskeri og var Baldur beðinn að halda til aðstoðar.
Laust fyrir klukkan fimm síðdegis var bilaði báturinn kominn í tog og hélt Baldur með hann til hafnar á Akranesi, þangað sem komið var um kvöldmatarleytið.
Báturinn í togi.