28 sundkappar þreyttu sundið.
31.8.2021 Kl: 12:24
Hið árlega Sæunnarsund í Önundarfirði
fór fram um helgina og var áhöfnin á varðskipinu Þór þeim tuttugu og átta
sundköppum sem þreyttu sundið til halds og trausts. Flestir sem tóku þátt náðu
að synda frá Valþjófsdal til Flateyrar en það er sú leið sem kýrin Sæunn synti eftirminnilega
í október árið 1987.
Tveir léttbátar varðskipsins Þórs voru til taks og við
eftirlit auk báta frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg meðan sundkapparnir syntu yfir
fjörðinn.
Kýrin Harpa varð þjóðþekkt þegar hún
sleit sig lausa þegar leiða átti hana til slátrunar og synti yfir Önundarfjörð
frá Flateyri, rúmlega tveggja kílómetra leið yfir í Valþjófsdal í októbermánuði
árið 1987. Hún hlaut nafnið Sæunn í kjölfarið.
Áhöfnin á varðskipinu Þór sinnti eftirliti meðan á sundinu stóð.
Sæunnarsundið er árlegt.
Kýrin Sæunn varð þjóðþekkt eftir sundið fræga.
28 þreyttu sundið að þessu sinni.