Farmur skipsins hafði færst til í vonskuveðri þegar skipið fór fyrir Reykjanes.
22.9.2021 Kl: 15:50
Varðskipið Þór var kallað út í nótt þegar talsverð slagsíða kom á erlent flutningaskip sem statt var suður af landinu. Farmur skipsins hafði færst til í vonskuveðri þegar skipið fór fyrir Reykjanes.
Áhöfnin freistaði þess að fara inn til Vestmannaeyja áður en aðstæður versnuðu. Hallinn jókst þegar leið á og áttu skipstjórnarmennirnir í erfiðleikum með að halda stefnu inn til Vestmannaeyja.
Varðskipið Þór og hafnsögubáturinn Lóðsinn fylgdu skipinu heilu og höldnu inn til hafnar. Þegar þangað var komið var slagsíða skipsins orðin 10-15 gráður.