Varðskipin á sama tíma á sama stað
9.5.2022 Kl: 10:20
Varðskipin Þór og Freyja eru sjaldnast á sama stað á sama tíma en í síðustu viku voru skipin bæði á Siglufirði. Bátsmennirnir Guðmundur St. Valdimarsson og Sævar Már Magnússon létu þetta tækifæri ekki renna sér úr greipum og tóku meðfylgjandi myndir af skipunum og áhöfnum þeirra við tilefnið.