Norræna sjómælingaráðið fundaði í Álaborg

10. maí, 2023

Á fundinum voru samþykktir endurskoðaðar í samræmi við samþykktir Alþjóðasjómælingastofnunarinnar.

10.5.2023 Kl: 15:05

Fundur Norræna sjómælingaráðsins (Nordic
Hydrographic Commission, NHC) fór fram nýverið í Álaborg. Á fundinum voru samþykktir ráðsins
endurskoðaðar í samræmi við samþykktir Alþjóðasjómælingastofnunarinnar (IHO). 

Tæplega 100 ríki eru aðilar að IHO og eru aðildarríkin öll hluti af einu eða
fleirum svæðisráðum. NHC, eitt af 15 svæðisráðum IHO, er elsta starfandi
sjómælingaráð innan IHO, stofnað 18. mars 1929. Ísland gekk í ráðið árið 1956. 

Helstu markmið NHC hafa í gegnum tíðina verið að skiptast á skoðunum varðandi
allt sem viðkemur sjómælingum og sjókortagerð og samræma norræna starfshætti.
Einnig að koma fram sem ein heild er kemur að stefnumörkun og ákvarðanatöku
innan IHO. 

Samstarfið hefur ávallt verið farsælt og styrkur þess skilað
ómetanlegum ávinningi fyrir Ísland.

Á þingi IHO sem haldið var í Mónakó sl. viku nýttu æðstu
stjórnendur norrænu sjómælingastofnananna tækifærið og undirrituðu nýjar samþykktir
ráðsins.

Group-Photo-Signing-NHC66-StatutesGeorg Kr. Lárusson var meðal þeirra sem undirrituðu nýjar samþykktir ráðsins.