Skemmtiferðaskipið var um 130 sjómílur norður af Horni.
14.5.2024 Kl: 15:10
Þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni læknis um borð í skemmtiferðaskipi
sem var statt við austurströnd Grænlands vegna bráðra veikinda eins farþegans
um borð.
Áhöfnin á TF-EIR kölluð út til að sækja sjúklinginn og átti
langt flug fyrir höndum. Töluverða skipulagningu þarf fyrir verkefni sem þetta
og tók þyrla Landhelgisgæslunnar á loft laust eftir klukkan níu í morgun.
Frá
Reykjavík var flogið beint að skipinu sem var statt um 130 sjómílur norður af
Horni. Hífingar gengu vel og fóru fram við afar góðar aðstæður. Þegar búið var
að koma sjúklingnum um borð var flogið til Ísafjarðar þar sem eldneyti var
tekið á þyrluna.
Að því búnu var flogið beint til Reykjavíkur og sjúklingurinn
fluttur á Landspítalann.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var nokkur hafís
umhverfis skemmtiferðaskipið þar sem hífingarnar fóru fram.
Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður, fer um borð í skemmtiferðaskipið.
Magnús Pálmar og Daníel Hjaltason um borð í TF-EIR.
Hafís umhverfis skipið.
Hífingarnar gengu vel.