Fjögur útköll þyrlusveitar yfir helgina

18. júní, 2024

Sumarið annasamt hjá Landhelgisgæslunni.

16.6.2024 Kl: 11:30

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist fjögur útköll um helgina. Laust eftir miðnætti í gær var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda um borð í frönsku skemmtiferðaskipi sem var statt vestur af Sandgerði.Þegar þyrlan nálgaðist skipið var haft samband við áhöfn þess og farið yfir hvernig staðið yrðiað hífingu ásamt því að veðurupplýsingar voru fengnar frá skipinu. Takmarkað skyggni og þoka var á svæðinu en hífingar gengu vel og viðkomandi var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar.Á föstudagskvöld annaðist þyrlusveitin útkall vegna rútuslyss við Fagranes í Öxnadal. Tveir sjúklingar voru fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi.Í gær var þyrlusveitin svo kölluð út vegna reiðslyss í Borgarfirði og einnig vegna göngumanns sem slasaðist á fæti í Þórsmörk.Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og þyrlusveitin hafa því haft í nógu að snúast undanfarna daga.Fyrri myndin er frá útkalli næturinnar, sú seinni úr safni.448549239_859745029518082_1555047115021489344_n