Æfingar leika stórt hlutverk hjá áhöfnum varðskipa Landhelgisgæslunnar.
9.8.2024 Kl: 13:45
Æfingar leika stórt hlutverk hjá áhöfnum varðskipa Landhelgisgæslunnar. Þær eru fjölbreyttar og krefjandi og miða að því að þau sem starfa um borð séu við öllu búin ef á þarf að halda. Á dögunum hélt áhöfnin á varðskipinu Freyju æfingu þar sem farið var yfir dráttarbúnað varðskipsins og meðferð á PLT línubyssu. Fræðsla leikur einnig stórt hlutverk hjá áhöfnunum og sama dag var einnig haldin kynning fyrir áhöfn erlends farþegaskips á dráttarbúnaði og aðferðafræði við að taka skip í tog. Þorgeir Baldursson var á svæðinu og náði þessum fínu myndum af æfingunni.