Tilkynningar til sjófarenda komnar út

31. janúar, 2025

Fyrsta útgáfa þessa árs hefur litið dagsins ljós.

Landhelgisgæslan gaf í dag út fyrstu útgáfu þessa árs af Tilkynningum til sjófarenda, en þær innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum. Í þessari útgáfu Tilkynninga til sjófarenda er m.a. greint frá nýjum útgáfum á tveimur sjókortum; nr. 55 Vatnsnes-Straumnes og nr. 432 Reykhólar.


Tilkynningar til sjófarenda má nálgast á vefsíðu Landhelgisgæslunnar en tengil á vefslóðina er að finna hér að neðan.

Tilkynningar til sjófarenda | Landhelgisgæsla Íslands