M.a. er greint frá nýrri útgáfu af sjókorti fyrir Þorlákshöfn en vegna mikilla framkvæmda á hafnarsvæðinu hafa orðið breytingar á mannvirkjum og leiðarljósum sem kölluðu á nýja útgáfu af hafnarkortinu.
Landhelgisgæslan gaf í síðustu viku út 2. útgáfu þessa árs af Tilkynningum til sjófarenda, en þær innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum.
Í þessari útgáfu eru tilkynningar nr. 7-17/2025 þar sem m.a. er greint frá nýrri útgáfu af sjókorti fyrir Þorlákshöfn en vegna mikilla framkvæmda á hafnarsvæðinu hafa orðið breytingar á mannvirkjum og leiðarljósum sem kölluðu á nýja útgáfu af hafnarkortinu. Þá er einnig greint frá mörkum fiskeldissvæðis í Fáskrúðsfirði auk fleiri upplýsinga fyrir sjófarendur.
Tilkynningar til sjófarenda má nálgast á vefsíðu Landhelgisgæslunnar en tengil á vefslóðina er að finna hér .