Í útgáfu 6 af Tilkynningum til sjófarenda má finna, viðvaranir vegna sjó- og leiðarmerkja, nýútsett rannsóknardufl, upplýsingar um flak í sjó, framkvæmdir í og við Vestmannaeyjahöfn, leiðrétting í vitaskrá sem og ný útgáfa af hafnarkorti fyrir Brjánslæk.
Landhelgisgæslan hefur sent út, og birt á vef sínum, útgáfu 6 af Tilkynningum til sjófarenda ásamt uppfærðum lista yfir sjókort í gildi og tilkynningar til sjófarenda í þau.
Í þessari útgáfu ber einna helst að nefna viðvaranir vegna sjó- og leiðarmerkja eins og vitann á Gjögurtá, leiðarljós í Tálknafirði og radarsvara á Klofning.
Útlagning rannsóknardufls um 130 sjómílur NA af landinu.
Nýjar upplýsingar um flak í sjó.
Framkvæmdir í og við Vestmannaeyjahöfn og uppfærð nöfn bryggjukanta í hafnarkorti. Þá má búast má við frekari upplýsingum til sjófarenda þegar nýjar lagnir milli lands og Eyja eru komnar í sjó.
Leiðrétting í vitaskrá fyrir nýjum hafnarvita á Brjánslæk sem og ný útgáfa af korti 433, Brjánslækur.
Þessar upplýsingar er hægt að nálgast hér: Tilkynningar til sjófarenda | Landhelgisgæsla Íslands