Nýverið tók Landhelgisgæslan ómannað neðansjávarfar af gerðinni GAVIA AUV frá Teledyne Gavia í gagnið. Báturinn er sjálfstýrandi með hliðarsónar (e. Side Scan Sonar) sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með mikilli nákvæmni niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi. Um samstarfsverkefni Landhelgisgæslu Íslands, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins er að ræða. Fyrsta […]
Nýverið tók Landhelgisgæslan ómannað neðansjávarfar af gerðinni GAVIA AUV frá Teledyne Gavia í gagnið. Báturinn er sjálfstýrandi með hliðarsónar (e. Side Scan Sonar) sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með mikilli nákvæmni niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi. Um samstarfsverkefni Landhelgisgæslu Íslands, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins er að ræða.
Fyrsta verkefni bátsins var að skanna lagnaleiðir tveggja nýrra rafstrengja til Vestmannaeyja fyrr í mánuðinum. Þá var lagnaleið rafstrengs yfir Arnarfjörð könnuð með bátnum um helgina. Í báðum tilvikum var neðansjávarfarið gert út frá sjómælingaskipinu Baldri. Um borð í Baldri voru einnig starfsmenn frá Teledyne Gavia sem aðstoðuðu við verkefnið.
Báturinn mun nýtast Landhelgisgæslunni við hin ýmsu verkefni leitar og könnunar á hafsvæðinu umhverfis landið og einnig til eftirlits og öryggisgæslu. Teledyne Gavia er íslenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu ómannaðra neðansjávarfara um árabil.
Neðansjávarfarið sjósett.
Farið heldur af stað.