Í nýjustu Tilkynningum til sjófarenda sem voru gefnar út 31.júlí s.l. og birtar hafa verið á vefnum, kennir ýmissa grasa.
Vakin er athygli á tilkynningum um nýja sæstrengi milli lands og Eyja sem og í Arnarfirði.
Á sama tíma er eldri sæstrengur í Arnarfirði aflagður.
Vegna framkvæmda er tilkynnt um breytingar varðandi leiðarmerki og leiðarlínu í Þórshöfn.
Tilkynnt er um framkvæmdasvæði vegna brúargerðar í Fossvogi.
Þá er einnig minnt á auglýsingu í stjórnartíðindum frá 2022 varðandi mörk efnahagslögsögu Íslands og Færeyja og upplýsingar (hnit) um þau mörk.
Tilkynnt er um nýja útgáfu hafnarkorts, kort 417 Ísafjörður.
Ásamt öðrum tilkynningum og leiðréttingum.
Þessar upplýsingar, ásamt eldri Tilkynningum til sjófarenda, er hægt að nálgast hér: Tilkynningar til sjófarenda | Landhelgisgæsla Íslands