Nætursjónaukaæfingar að hefjast að nýju

12. ágúst, 2025

Á þessum árstíma er algengt að sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar á sveimi seint að kvöldi, því þegar byrjar að dimma að nýju hefst endurþjálfun þyrlusveitar með nætursjónaukum. Sjónaukarnir eru afar mikilvægir þyrlusveitinni við björgunaraðgerðir í myrkri og eðli málsins samkvæmt er þýðingarmikið að dusta rykið af þeim eftir bjartar sumarnætur. Þeir magna upp það ljós sem […]

Á þessum árstíma er algengt að sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar á sveimi seint að kvöldi, því þegar byrjar að dimma að nýju hefst endurþjálfun þyrlusveitar með nætursjónaukum.

Sjónaukarnir eru afar mikilvægir þyrlusveitinni við björgunaraðgerðir í myrkri og eðli málsins samkvæmt er þýðingarmikið að dusta rykið af þeim eftir bjartar sumarnætur. Þeir magna upp það ljós sem fyrir þeim verður en best virka þeir við tungl- og stjörnuskin. Þá eru þeir þannig útbúnir að verði of skært ljós fyrir þeim hætta þeir að virka.

Af þeim sökum þarf lýsing í og við þyrlu að vera þannig úr garði gerð að hún trufli ekki búnaðinn.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu næstu vikur eflaust heyra í þyrlu Landhelgisgæslunnar á leið sinni til og frá Reykjavíkurflugvelli að kvöldlagi vegna þessara æfinga.

Ljósmynd: Lloyd Horgan