Ný útgáfa Tilkynninga til sjófarenda, 8 – 2025.

1. september, 2025

Í þessum tilkynningum er m.a. að finna upplýsingar til innsetningar í kort eftir mælingar eftirlits- og sjómælingaskipsins Baldurs.

M/s Baldur hefur á undanförnum misserum verið við dýptarmælingar út af Hornströndum, og hafa í þeim mælingum komið fram frávik frá upplýsingum í núgildandi kortum.

Þessi frávik munu koma inn í nýjar útgáfur sjókorta þegar þau eru fullunninn en brýnt þykir að koma umræddum upplýsingum strax á framfæri við sjófarendur sem munu fara um svæðið.

Því til viðbótar eru upplýsingar um flak, rannsóknarsvæði í Steingrímsfirði og tilfærslu á áður tilkynntu rannsóknardufli í Eyjafirði.

Þá er búið að gefa út tvö ný hafnarkort, þ.e. kort 525 – Hrísey og kort 526 – Árskógssandur.

Síða með gildandi Tilkynningar til sjófarenda er hér.

Að lokum er minnt á skrá yfir gild sjókort og tilkynningar í þau sem má finna hér.