Ný útgáfa Tilkynninga til sjófarenda, 10 – 2025.

30. september, 2025

Nýjasta útgáfa Tilkynninga til sjófarenda, Tts, útgáfa 10 – 2025 var send áskrifendum og birt á vefsíðu Landhelgisgæslu Íslands fyrr í dag, sjá hér.

Meðal efnis í þessari útgáfu eru tilkynning um nýtt hafnarkort, kort númer 527 – Hauganes.

Því til viðbótar eru nýjar útgáfur af eftirfarandi hafnarkortum;

a) Kort 432 – Reykhólar

b) Kort 717 – Fáskrúðsfjörður

c) Kort 810 – Hornafjörður

Þá hafa verið gerðar breytingar á leiðarljósum til Hornafjarðar.

Tilkynnt um skilgreind framkvæmdasvæði í höfnum á Sauðárkrók og Ólafsvík.

Nýtt rannsóknardufl, með ljósi og AIS sendi, í Hvalfirði.

Tilfærsla, nýr staður, á rannsóknardufli í Arnarfirði.

Sett hafa verið út 2 ný ljósdufl á tveim af fjórum hornpunkta rannsóknarsvæðis við Drangsnes í Steingrímsfirðir.

Á sama tíma er uppfærð skrá yfir útgefin sjókort og Tts í þau, sjá hér.

Minnum að lokum á að hægt er að óskar eftir áskrift að Tilkynningum til sjófarenda og fá þær sendar beint frá sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslu Íslands, sendið beiðni á [email protected]