Landhelgisgæslan vekur á því athygli að á morgun, miðvikudag, er gert ráð fyrir suðvestan og síðan vestan hvassviðri og samhliða gera ölduspár ráð fyrir talsvert mikilli ölduhæð úti fyrir sunnan- og vestanverðu landinu. Má því gera ráð fyrir talsverðum ölduáhlaðanda við ströndina suðvestanlands og inn á Faxaflóa. Sjór getur því mögulega gengið á land og súgur myndast höfnum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu þar sem land stendur lágt við sjávarsíðuna, sem og á hafinu, og jafnframt að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.