Landhelgisgæslan tekur við formennsku í samtökum strandgæslna á Norður-Atlantshafi

28. október, 2025

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands tók á dögunum við formennsku í samtökum strandgæslna á Norður-Atlantshafi, North Atlantic Coast Guard Forum, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, á ársfundi sem haldin var í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Að samtökunum standa strandgæslur ríkja við Norður-Atlantshaf og er markmið samtakanna fyrst og fremst að samhæfa og samræma aðgerðir á hafinu.

Formennska Íslands í samtökunum felst í að stýra og móta stefnu samtakanna hvað varðar öryggi á hafinu en formennskutími hvers lands er eitt ár í senn. Snorre Greil, sérfræðingur á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, kynnti áherslur Íslands á formennskutímanum.

Á fundinum var með annars farið yfir stöðuna á sviði öryggismála á Norður-Atlantshafi, helstu þróun á sviði leitar og björgunar, fiskveiðieftilits, smyglmála, notkun gervigreindar o.f.l.

Þá var jafnframt rætt um stöðu heimsmála, drónavarnir, eftirlit með skuggaflota sem og önnur mál er varða öryggi siglinga á Norður-Atlantshafi.

Georg Lárusson og Auðunn F. Kristinsson á fundinum í Kaupmannahöfn.

Georg Lárusson flutti ræðu þegar hann tók við formennskunni fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands.

Snorre Greil og Guðný Elísabet Briem Óladóttir, fyrir miðju.

Ljósmyndir: @tobiasterman