Utanríkismálanefnd heimsótti öryggissvæðið

31. október, 2025

Utanríkismálanefnd Alþingis heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli í vikunni og fékk kynningu á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs, og Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs, tóku á móti nefndinni ásamt Andra Júlíussyni, og Snorra Matthíassyni frá utanríkisráðuneytinu.

Þá fékk nefndin meðal annars kynningu á kafbátaeftirliti bandaríska sjóhersins og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.