
Útgáfa 11 af Tilkynningum til sjófarenda hefur verið send út, birt á vef Landhelgisgæslu Íslands og má finna hér: Tts_11_2025_89-96_30102025.pdf
Í þessari útgáfu má finna tilkynningar um ný öldumælisdufl við Þorlákshöfn og utan við Alviðru.
Ljósabúnaður í Hrólfsskersvita í Eyjafirði hefur verið endurnýjaður, fyrri viðvörun um dauft ljósmerki að hluta frá vitanum er því felld út.
Þá er tilkynnt um að dufl fyrir eldra rannsóknarsvæði í Steingrímsfirði hafi verið fjarlægð.
Nýtt rannsóknarsvæði í Steingrímsfirði var tilkynnt í Tts-68, sjá hér: Tts_8_2025_68-75_28082025.pdf
Ný dufl hafa verið sett út fyrir þetta nýja svæði og má finna upplýsingar um það bæði í þessari útgáfu en einnig í Tts-83, sjá hér: Tts_10_2025_80-88_30092025.pdf
Listi yfir gild sjókort og tilkynningar til sjófarenda í þau má einnig finna hér: Korta númer/