
2026 útgáfa af sjávarfallatöflum er komin út, sjá hér.
Nú eru sjávarfallatöflurnar eingöngu á vefnum en verða ekki gefnar út í prentaðri útgáfu.
Sjómælingadeild Landhelgisgæslunnar (áður Sjómælingar Íslands) hefur gefið út sjávarfallatöflur frá árinu 1954. Í þeim er reiknaður tími og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, á Ísafirði, Siglufirði, Djúpavogi og Þorlákshöfn ásamt upplýsingum um tíma- og hæðarmun sjávarfalla í mörgum öðrum höfnum í landinu.
Töflur yfir sjávarföll í Reykjavík og flóðbið annarra staða við Ísland gáfu Sjómælingar Íslands fyrst út árið 1954. Útreikningur taflnanna byggðist á athugun, sem gerð var af starfsmönnum Sjómælinganna á sjávarföllum í Reykjavíkurhöfn allt árið 1951.
Áður höfðu birst í almanaki Þjóðvinafélagsins og í Sjómannaalmanakinu töflur yfir sjávarföll sem byggðust á athugunum er náðu yfir skemmra tímabil og gátu því ekki orðið eins nákvæmar.
Fylgst hefur verið með sjávarföllum í Reykjavík nær óslitið síðan 1951 og grundvallast útreikningur töflunnar fyrir Reykjavík nú á greiningu sjávarfallanna (harmoniska) stuðla og meðalhæð sjávar allt tímabilið 1956 til 1989.
Meðalsjávarhæð þess tímabils reyndist vera 2,182 m fyrir ofan 0 Sjómælinganna sem er 12,54 m undir koparplötu á norðvesturhlið hússins nr. 7 við Ægisgötu.
Bent skal á að hæð áður nefndrar koparplötu er 10,718 m í hæðarkerfi Reykjavíkurborgar. Því er 0 þess hæðarkerfis 1,82 m ofan við 0 Sjómælinga Íslands.