
Fyrir helgi voru nýjar tilkynningar til sjófarenda, útgáfa 12 á þessu ári, sendar áskrifendum og birtar á netinu, sjá hér: Tts_12_2025_97-127_27112025.pdf
Eins og alltaf kennir ýmissa grasa í þessum tilkynningum en þeim er ætlað að leiðbeina og vara sjófarendur við hættum og/eða breytingum er varða siglingaröryggi á hverjum tíma.
Vitinn á Gjögurtá féll fyrir stuttu síðan, eins og margir vita, en það kallar á breytingar í sjókort og Vitaskrá og má finna tilkynningar þar um í þessari útgáfu.
Í þessari útgáfu er að finna upplýsingar um framkvæmdasvæði innan hafnar á Suðureyri.
Þá er tilkynnt, með s.k. tímabundinni tilkynningu (T), að hafnarviti í Ólafsvík hafi verið fjarlægður vegna framkvæmda.
Tilkynnt er um aðrar breytingar í sjókortum eins og breytingar á duflum ásamt upplýsingum um dýpi.
Einnig er töluvert um leiðréttingar í vitaskrá sem er að finna í kafla II og III í þessari útgáfu. Núgildandi Vitaskrá má finna hér: Vitaskra_2024.pdf
Að lokum er tilkynning um nýja útgáfu sjávarfallataflna, árið 2026, en þær eru eingöngu gefnar út og birtar á vefnum, sjá hér: Sjavarfallatoflur_2026_vefutgafa.pdf
Minnum á skrá yfir sjókort í gildi og tilkynningar í þau, en sú skrá er uppfærð samhliða nýjum útgáfum Tilkynninga til sjófarenda, sjá hér: Korta númer/