Flogið með lækningarvörur til Bretlands

9. janúar, 2026

Landhelgisgæsla Íslands aðstoðaði lækningavörufyrirtækið Kerecis við að koma sáraroðum, sem ætluð eru til meðhöndlunar á sjúklingum sem brenndust í brunanum í Sviss á nýársnótt. Mikið lá á að koma vörunum frá Ísafirði í dauðhreinsun í Bretlandi en þaðan verða þær fluttar á sjúkrahús í Evrópu. Landhelgisgæslan vildi leggja sitt af mörkum til þess að svo gæti orðið og samþykkti að flytja sáraroðin til Bretlands.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti sáraroðin á Ísafjörð og flutti til Reykjavíkur. Frá Reykjavíkurflugvelli voru þau svo flutt með TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, á flugvöllinn í East Midlands í Bretlandi en þaðan voru þau flutt í dauðhreinsunarverksmiðju í bænum Thorne. TF-SIF lenti í Bretlandi á þriðja tímanum. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að unnt er að koma sáraroðunum mun fyrr til sjúkrahúsa í Evrópu.

Í áhöfn TF-SIF voru Hólmar Logi Sigmundsson flugstjóri, Guðrún Gísladóttir flugmaður, Gunnar Örn Arnarson, stýrimaður, Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður, Egill Sölvi Arnarson, flugvirki. Hálfdán Hálfdánsson frá Kerecis einnig með í för sem og Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri LHG.