Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annáll Landhelgisgæslunnar 2014 - 31.12.2014

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér fyrir neðan sjá dæmi um fjölbreytt verkefni ársins 2014.

Þyrla LHG sótti sjúkling í Stykkishólm - 30.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda. TF-GNA fór í loftið kl. 00:08 og lenti við flugstöðina í Stykkishólmi þar sem sjúkrabifreið beið með sjúkling. Var hann fluttur um borð í þyrluna og undirbúinn fyrir flutning. Farið var að nýju í loftið kl. 00:53 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 01:32.

Varðskipið Týr eina íslenska skipið á sjó yfir hátíðarnar - 24.12.2014

_MG_9304

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar. Engin íslensk fiskiskip verða á sjó yfir jólin en samkvæmt varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða nokkur erlend leigu- og fragtskip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins. Eina íslenska skipið sem verður á sjó yfir hátíðarnar er varðskipið Týr sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi vegna verkefna fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex. Áhöfn varðskipsins sendir jólakveðju. 

Undirbúningsfundur fyrir ráðstefnu um öryggis- og björgunarmál á Norðurslóðum - 18.12.2014

Nýverið stóðu Landhelgisgæsla Íslands og Utanríkisráðuneytið fyrir undirbúningsfundi ráðstefnu Arctic Security Forces Roundtable sem haldin verður á Íslandi í maí 2015.  Arctic Security Forces Roundtable er samstarfverkefni þjóða Norðurheimskautsráðsins - Arctic Council, sem eru auk Íslands, Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Kanada, Noregur og Svíþjóð. Einnig tekur Frakkland, Þýskaland, Holland og Bretland þátt í samstarfinu. 

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar - 18.12.2014

Í gær var árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann fór yfir verkefni sem hafa verið efst á baugi sl. ár. Hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og voru síðan sérstaklega heiðraðir þeir sem hófu töku eftirlauna á árinu sem og þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu.

Hefur tekið við starfi fjármálastjóra - 18.12.2014

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir tók í dag við starfi fjármálastjóra hjá Landhelgisgæslu Íslands af Ólafi Erni Ólafssyni sem nýverið óskaði eftir að láta af störfum. Sandra Margrét á að baki mikla og margþætta reynslu og hlakkar hún til að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreytilegu umhverfi Landhelgisgæslunnar en hún lýkur í vor meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Tafir hafa orðið á siglingum vegna veðurfars - 17.12.2014

_MG_0632

Undanfarnar vikur hafa stormar blásið á Norður-Atlantshafi og hver djúp lægðin á fætur annarri farið hjá eða yfir Ísland.  Sjófarendur hafa ekki farið varhluta af þessu og hefur m.a. sigling skipa til og frá Íslandi sóst seint.  Skip sem sigla á milli Íslands og Norður-Evrópu sem að öllu jöfnu tekur þrjá til fimm daga hefur verið að lengjast í fimm til átta daga.

Önnur björgun varðskipisins á innan við viku - 10.12.2014

Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í gær 408 flóttamönnum af flutningaskipi sem var staðsett 165 sjómílur austur af Möltu. Neyðarboð bárust frá skipinu snemma í gærmorgun og var með aðstoð eftirlitsflugvéla mögulegt að staðsetja skipið. Var þá óskað var eftir aðstoð Týs sem var skammt frá og kom varðskipið á staðinn um kl.11:00. Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem áhöfn varðskipsins bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi.

Æfing þyrlu LHG með undanförum björgunarsveitanna - 8.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tók um helgina þátt í æfingu með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) sem fór fram á Sandskeiði. Í æfingunni var þjálfað verklag og ýmsir þættir sem mikilvægir eru við björgunaraðgerðir í óbyggðum

Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna austur af Sikiley - 6.12.2014

Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun 300 flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamannanna um borð og í hópnum væru bæði konur og börn. Enginn matur né vatn var um borð í skipinu og var talið mikilvægt að flytja fólki sem fyrst frá borði.

Sóttu veikan sjómann á Vestfjarðamið - 5.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:50 þegar beiðni barst um að sækja veikan sjómann um borð í fiskiskip sem var staðsett 30 sml NV af Ísafjarðardjúpi. Þegar útkallið barst var þyrlan staðsett í verkefni við gosstöðvarnar í Bárðarbungu og var samstundis flogið með fulltrúa almannavarna til Akureyrar og þaðan haldið beint í útkallið

Þyrla kölluð út vegna leitar á Fimmvörðuhálsi - 2.12.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:01 í gærkvöldi að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli vegna leitar að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að þyrlan myndi hafa meðferðis GSM miðunarbúnað en maðurinn var með íslenskan farsíma. TF-GNA fór í loftið kl. 20:15 og var á leiðinni á svæðið þegar svæðisstjórn björgunarsveita tilkynnti að búið væri að finna manninn.

Þyrla kölluð til aðstoðar eftir bílslys - 1.12.2014

Landhelgisgæslunni barst fyrir stundu beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að alvarlegt bílslys varð nærri Krísuvík. Þyrlan TF-SYN var þá í æfingaflugi á Reykjanesi og hélt samstundis á staðinn. Þyrlan er nú á slysstað.

Varðskipið Þór æfði viðbrögð við mengun á Norðfirði - 1.12.2014

Varðskipið Þór var nýverið við æfingar með Hafbjörgu, björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neskaupsstað þar sem þjálfuð voru viðbrögð við mengun á Norðfjarðarflóa.  Notaður var öflugur olíuhreinsunarbúnaðar og olíuvarnargirðing sem er til staðar um borð í varðskipinu Þór.

Flest skip í höfn eða vari meðan óveðrið gengur yfir - 30.11.2014

_MG_0659

Samtals eru 141 skip í vöktun hjá Landhelgisgæslunni þessa stundina en talsverður fjöldi skipa hefur haldið í höfn eða eru í vari meðan óveðrið gengur yfir landið. Togari fékk í kvöld á sig brotsjó 85 sjómílur VSV af Malarrifi og brotnuðu tvær rúður. Nokkur sjór komst inn á gang skipsins, engan sakaði og er annars allt í lagi um borð. 

Undirritaður samningur um kaup á íslenskum bát - 30.11.2014

Leiftur3

Landhelgisgæslan undirritaði nýverið samning við íslensku skipasmíðastöðina Rafnar ehf. um kaup á harðbotna slöngubát (e. RIB, Rigid-Inflatable Boat) sem mun nýtast við leit og björgun æfingar, löggæslu og fiskveiðieftirlit á grunnslóð. Fyrir Landhelgisgæsluna er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að styðja við íslenska nýsköpun með þessum hætti. 

Síða 1 af 7