Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annáll 2018 - 31.12.2018

Thor-i-Flatey

Árið 2018 var viðburðaríkt hjá Landhelgisgæslunni fyrir margra hluta sakir og verkefnin sem starfsfólk Landhelgisgæslunnar fékkst við afar fjölbreytileg. Í annál Landhelgisgæslunnar má finna samantekt um helstu verkefni ársins.

Þrjú loftför Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss - 27.12.2018

Þrjú loftför Landhelgisgæslunnar voru kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð við brúna við Núpsvötn í morgun. Þyrlurnar TF-GNA og TF-SYN fluttu fjóra slasaða á Landspítalann í Reykjavík og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, var fengin til að aðstoða við fjarskipti og finna bestu flugleið fyrir þyrlurnar.

Gleðileg jól - 24.12.2018

IMG_3947

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Eðli starfsemi Landhelgisgæslunnar gerir það að verkum að fjölmargir starfsmenn stofnunarinnar verða til taks ef á þarf að halda yfir hátíðirnar. 

Gömul vísindi og ný - 19.12.2018

Gomul-visindi-og-ny-Isjaki-Thorben-Tyr

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, er mikill myndasmiður og hefur undanfarna áratugi tekið afar skemmtilegar myndir af því sem fram fer um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Nú nýverið vann Guðmundur til 1. verðlauna í árlegri ljósmyndasamkeppni sjómannablaðsins Víkings en alls bárust 163 myndir í keppnina að þessu sinni 

Sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna - 18.12.2018

IMG_0614_1545143791195

Á dögunum var sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna varðskipanna haldinn um borð í varðskipinu Þór sem var við bryggju í Hafnarfirði. Haldnar voru hinar ýmsu kynningar og námskeið.

Jólin komin hjá áhöfn Týs - 17.12.2018

48368016_10216295087022496_4894777908591067136_o

Áhöfnin á varðskipinu Tý situr ekki auðum höndum. Á dögunum fór hið árlega jólabingó fram í borðsal varðskipsins en spilaðar voru 16. umferðir og var einkennisklæðnaðurinn af skrautlegra taginu af því tilefni. Fyrr um kvöldið var boðið upp á dýrindis jólahlaðborð sem þær Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af. Þessi frábæra hefð hefur verið við lýði í nokkur ár og skapar skemmtilega jólastemningu um borð.

Jólastund Landhelgisgæslunnar haldin í dag - 12.12.2018

IMG_3805

Hin árlega jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var haldin hátíðleg í dag venju samkvæmt. Um árlegan viðburð er að ræða sem hefur skapað sér fastan sess í aðdraganda jólanna. Inga Guðrún Birgisdóttir, starfsmannastjóri Landhelgisgæslunnar, bauð starfsmenn velkomna og Georg Kristinn Lárusson forstjóri flutti ávarp og fór yfir helstu atriði ársins 2018.  Hann hrósaði starfsmönnum fyrir dugnað, elju og áræðni við úrlausn fjölmargra vandasamra verka á árinu.

Met slegið í fjölda útkalla þrátt fyrir að árið sé ekki á enda - 12.12.2018

TF LÍf í Grænlandi

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Allt árið í fyrra fóru loftför Landhelgisgæslunnar í 257 útköll en undanfarin ár hefur útköllunum fjölgað frá ári til árs.

TF-EIR og TF-GRO koma á nýju ári - 11.12.2018

IMG_0124

Þyrlurnar TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar á nýju ári. Nöfnin hafa sterka skírskotun í norræna goðafræði eins tíðkast hefur frá upphafi flugrekstrar stofnunarinnar. Eir var til að mynda gyðja lækninga og þess má líka geta að fyrsta þyrla Gæslunnar fékk nafnið TF-Eir en hún kom til landsins árið 1965. 

Vel heppnað jólaball - 10.12.2018

IMG_3688

Árlegt jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var haldið í gær í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvell. Fjölmennt var á jólaballinu sem endranær og var ekki annað að sjá en að fjölskyldur starfsmanna skemmtu sér afar vel. . Sungið og dansað var í kringum jólatréð og hápunktinum var náð þegar TF-GNA kom úr æfingaflugi með tvo jólasveina sem fengu far í bæinn ofan af fjöllum. 

TF-GNA sótti veikan skipverja​ - 8.12.2018

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá línuskipi sem statt var 57 sjómílur aust-suðaustur af Langanesi um hádegisbilið í dag vegna veiks skipverja um borð. Eftir samráð við þyrlulækni var talið nauðsynlegt að sækja skipverjann og lagði TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, af stað frá Reykjavík. Maðurinn var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar á Héraðsflóadjúpi og að því búnu fluttur með sjúkraflugvél Mýflugs frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.

Reykköfun á Ísafirði - 6.12.2018

IMG_1534

Varðskipið Þór var á Ísafirði í vikunni og við það tilefni var ákveðið að halda reykköfunaræfingu um borð í rækjutogaranum Ísborgu II sem lá við bryggju í bænum. Reykvél var komið fyrir á millidekki togarans og þeir sem tóku þátt í æfingunni fengu upplýsingar um að skipið væri vélarvana og eins væri saknað.

Brautryðjendur festir á filmu - 5.12.2018

IMG_0566_1544008221448

Landhelgisgæslunni bárust á dögunum afar skemmtilegar myndir sem sýna áhöfn fyrsta varðskips Íslendinga, Þórs I, árið 1924. Myndirnar voru í eigu dánarbús og voru gerðar eftir myndum sem Snorri frá Papey hafði í sínum fórum. 

Útskrifuðust sem atvinnukafarar - 30.11.2018

Sadf

Köfunarnámskeiði Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra lauk í lok mánaðarins með útskrift ellefu nemenda. Þrír þeirra eru starfsmenn Landhelgisgæslunnar en um er að ræða eina allra erfiðustu þrekraun sem starfsmenn stofnunarinnar gangast undir

Varðskipið Þór náði Núpi á flot - 26.11.2018

46782258_347243209413086_7402728742881067008_n

Varðskipið Þór náði línubátnum Núpi á flot í Patreksfirði á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið var sent vestur eftir að tilkynning barst um strandið í gærkvöld og hóf áhöfn þess þegar í stað undirbúning við að ná skipinu af strandstað. Taug var komið fyrir á milli skipanna og þegar færi gafst í morgunflóði var Núpi komið á flot. Björgunarskipið Vörður dregur Núp síðasta spölinn inn í Patreksfjarðarhöfn þar sem skemmdir verða kannaðar.

Aðmíráll danska flotans heimsótti Landhelgisgæsluna - 23.11.2018

IMG_7199

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í gær á móti Torben Mikkelsen aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Starfsemi Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð, á Reykjavíkurflugvelli og í Keflavík var kynnt fyrir dönsku sendinefndinni.

Síða 1 af 7