10 ár frá komu Þórs til landsins

Varðskipið Þór kom fyrst til hafnar í Vestmannaeyjum á þessum degi fyrir tíu árum.

  • _MG_1520

26.10.2021 Kl: 10:18

Í dag eru tíu ár frá komu varðskipsins Þórs til landsins. Skipið hafði fyrst viðkomu í Vestmannaeyjum þann 26. október árið 2011 að viðstöddu fjölmenni. Það þótti vel við hæfi þar sem fyrsta varðskipið Þór, sem upphaflega var keypt til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar, varð upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar árið 1926.

Þegar Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, sigldi Þór inn í höfnina í Vestmannaeyjum átti það um sjö þúsund sjómílna siglingu að baki frá Talchuano í Chile.

Koma varðskipsins Þórs markaði þáttaskil í leitar- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar og hefur áhöfn Þórs sinnt margvíslegum björgunarstörfum á undanförnum áratug. Þá var skipið nýtt sem hreyfanleg aflstöð fyrir Dalvík fyrir tæpum tveimur árum og sá stórum hluta bæjarins fyrir raforku. Við hönnun skipsins var horft til þess að hægt væri að flytja rafmagn í land vegna rafmagnsleysis.

Þá hefur dráttargeta skipsins nýst vel á liðnum árum og hefur skipið margoft komið að góðum notum þegar skip hafa orðið aflvana umhverfis landið.

_MG_1805Fjölmenni var saman komið í Vestmannaeyjum þegar varðskipið lagðist þar að bryggju þann 26. október 2011.

_MG_8261Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, og Snorre Greil, stýrimaður.

_MG_0996TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fylgdi Þór inn til Vestmannaeyja.

_DSC0296Skotið úr fallbyssu, Þór til heiðurs.