112-dagurinn er í dag

112 - dagurinn er í dag. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að almannavörnum og áhersla lögð á viðbúnað og viðbrögð almennings.

Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins efna til afmælishátíðar í tilefni af 20 ára afmæli neyðarnúmersins í dag, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16.00. Dagskráin fer fram í bílageymslu SHS, Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Dagskrá

  • Ávarp: Ólöf Nordal innanríkisráðherra
  • Kvennakórinn Katla
  • Verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2015 afhent
  • Gamanmál: Ari Eldjárn
  • Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur

Allir velkomnir!