12 björgunarkafarar útskrifaðir

Átta vikna námskeiði lokið.

  • 20211008_155531

8.11.2021 Kl: 12:06

Tólf starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra voru í dag útskrifaðir sem björgunarkafarar við hátíðlega athöfn í Skógarhlíð. 
Kafararnir hafa að undanförnu sótt átta vikna námskeið undir leiðsögn fjögurra leiðbeinenda. 
Með því að standa sameiginlega að námskeiði sem þessu fá kafarar þessar ólíku stofnana sömu þjálfun sem skilar sér í samræmdu verklagi þegar mikið liggur við.

Landhelgisgæslan óskar köfurunum innilega til hamingju með áfangann.
20211008_155429

Hópurinn að lokinni útskrift.