140 manns tóku þátt vel heppnaðri flugslysaæfingu á Höfn

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók þátt ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

  • 5D4B7829

13.5.2024 Kl: 13:45

Viðbragðsaðilar landsins tóku þátt í fjölmennri flugslysaæfingu sem haldin var á Höfn í Hornafirði um helgina. Alls tóku um 140 manns þátt í æfingunni, þar af 20 leikarar. Æfingin gekk afar vel og reyndi á samvinnu og samhæfingu þeirra sem að verkefninu komu.

Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð á Selfossi vegna æfingarinnar. Einnig var Samhæfingastöðin í Skógarhlíð mönnuð og þar var æft að takast á við tvær hópslysaæfingar á sama tíma því sama dag fór einnig fram hópslysaæfing hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi-Vestra.

Ljósmyndir: Slysavarnafélagið Landsbjörg

_42A1825TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, á flugi.

_42A1633140 tóku þátt í æfingunni. 

_D4A9862Slasaður fluttur um borð í þyrlu.

_D4A9772Farið yfir málin. 

5D4B7829Hópurinn að lokinn vel heppnaðri æfingu.