15 bjargað um borð í TF-GNA við erfiðar aðstæður
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út auk varðskipsins Týs þegar flutningaskip strandaði.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá flutningaskipinu Fjordvik klukkan 00:50 en það hafði strandað við hafnargarðinn í Helguvík. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNA og TF-LIF, voru þegar í stað kallaðar út auk björgunarsveita frá Suðurnesjum og Hafnarfirði. Varðskipið Týr var einnig sent á staðinn. TF-GNA tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 1:20 og hóf björgunaraðgerðir skömmu síðar. Laust eftir klukkan 2:00 hafði áhöfn þyrlunnar bjargað öllum 15 um borð, 14 manna áhöfn og íslenskum hafnsögumanni. Á meðan björgunaraðgerðum stóð lamdist skipið við stórgrýttan hafnargarðinn.
TF-GNA bjargar 15 við erfiðar aðstæður.
Varðskipið Þór á leið til Helguvíkur síðdegis í dag. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson.
Aðstæður á strandstað voru erfiðar. Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson.