16 tog­ar­ar við karfa­veiðar við lög­sögu­mörk­in á Reykja­nes­hrygg

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fór í eftirlitsflug út yfir Reykjaneshrygg

  • Eow-20180518-125626-0000-006

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, fór í eft­ir­lits­flug út yfir Reykja­neshrygg síðdegis í gær og kannaði skipaumferð á SV-miðum. Alls sáust 16 tog­skip rétt utan við 200 sjómílna lögsögumörkin og voru tvö íslensk skip að veiðum í grenndinni, innan lögsögunnar. Skipin sem eru þar að karfaveiðum eru frá Rússlandi, Þýskalandi, Spáni, Noregi og Lettlandi. Engar athugasemdir voru gerðar við veiðar þeirra. Aflabrögð hafa verið misjöfn á svæðinu. Það bar vel í veiði hjá einum togaranum sem sagði 35 tonn hafa veiðst eftir 12 klukkustunda tog en áhöfn annars var ekki jafn ánægð með aflann en þar höfðu 20 tonn fengist eftir 18 klukkustunda veiði.

Eow-20180518-125630-0000-007Einn tog­ar­anna við lög­sögu­mörk­in á Reykja­nes­hrygg í gær

DSC_0124

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fór í eftirlitsflug út yfir Reykjaneshrygg