Fréttayfirlit: október 2008 (Síða 2)

Týr kominn með Rasmus Effersöe til hafnar.

TYR_Effersoe_tilhafnar
Varðskipið Týr kom í dag til hafnar í Reykjavík með færeyska togarann Rasmus Effersöe. Varð togarinn vélarvana síðastliðið mánudagskvöld, um 10 sjómílur undan Austur Grænlandi og 550 sjómílur norður af Akureyri.

Starfsfólk kemur saman í flugskýli Gæslunnar

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar kom í dag saman í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins var að sýna sig og sjá aðra og sýna samstöðu sem nú á tímum er nauðsynlegt.

Varðskip dregur færeyskan togara til hafnar

Varðskip Landhelgisgæslunnar hóf að draga togarann Rasmus Effersöe til hafnar kl. 11:10 á fimmtudagsmorgunn. Sæmilegt veður er á leiðinni en áætlað er að skipin komi til Reykjavíkur á sunnudag.

Varðskip á leið til aðstoðar færeyskum togara

Vardskip_hafis
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á mánudagskvöld beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A- Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar.

Æfingin Northern Challange 2008 gekk vel

Nýverið fór fram á Íslandi æfingin Northern Challenge 2008 sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga sem haldin er á vegum Dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar (LHG), með aðkomu Varnarmálastofnunar. Æfingin var haldin með styrk frá NATO en sprengjusveit LHG annaðist að mestu leyti undirbúning og skipulag æfingarinnar en fékk til þess aðstoð frá öðrum þjóðum.

Síða 2 af 2