Fréttayfirlit: nóvember 2008 (Síða 2)

Gullbergi VE-292 bjargað við Klettsnef

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun, kl. 06:28 útkall á rás 16 frá Gullberg VE 292 um að skipið væri vélarvana með tólf menn um borð við Klettsnef, utan við innsiglinguna til Vestmannaeyja.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði samstundis út Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum og Dráttarskipið Lóðsinn í Vestmannaeyjum sem brugðust hratt við. Ekki var talin þörf á þyrlu LHG.

Varðskip á sjó

Í morgun hélt Varðskip LHG úr höfn til gæslustarfa. Fer varðskipið í hefðbundinn túr og kemur til hafnar í lok nóvember.

Rekstrarsvið LHG hlýtur viðurkenningu

Rekstrarsvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu Ríkiskaupa og Kreditkorta fyrir að tileinka sér rafrænt innkaupakerfi með notkun á innkaupakorti ríkisins og færslusíðu kerfisins.

Fjögur útköll á fimmtán mínútum

TF-EIR
Fjögur útköll bárust Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á aðeins fimmtán mínútum. Beðið var um aðstoð þyrlu við að flytja mann sem fallið hafði í klettum í Hnappadal á Snæfellsnesi. Talið var að maðurinn væri ökla og viðbeinsbrotinn. Þyrla LHG, TF-EIR send á vettvang enda erfið aðkoma að slysstað og ekki unnt að flytja þann slasaða með öðrum leiðum.
Síða 2 af 2