Fréttayfirlit: desember 2009 (Síða 2)
Erlent skip á rangri leið innan íslensku lögsögunnar
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði kl. 07:25 í morgun samband við flutningaskipið Nordana Teresa sem er 6500 tonn að þyngd og 115 metrar að lengd, á leið frá Rotterdam til Íslands. Var skipið á siglingu við Suðvesturland en hafði tilkynnt komu sína til Reyðarfjarðar. Fyrir árvekni varðstjóra í stjórnstöð var komið í veg fyrir að skipið sigldi til Reykjavíkur í stað Reyðarfjarðar.
Útkall þyrlu vegna manna í sjálfheldu á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sunnudagskvöld
kl. 23:05 þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri og upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal þar sem fjórir menn voru í sjálfheldu. Voru þeir staddir í klettabelti sem er í 900 m hæð.
kl. 23:05 þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri og upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal þar sem fjórir menn voru í sjálfheldu. Voru þeir staddir í klettabelti sem er í 900 m hæð.
Síða 2 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða