Fréttayfirlit: október 2011 (Síða 2)

Æfingu sprengjusérfræðinga lokið

Alþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni sem m.a. fór fram á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík

Fiskibátur í vandræðum á Húnaflóa

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:07 í morgun aðstoðarbeiðni frá fiskibát með einn mann um borð sem var staðsettur 15 sml frá Skagaströnd. Óttaðist skipverjinn um öryggi sitt, komið hafði upp vélarbilun og var sjór í vélarrúmi.

Bleikt var  þema dagsins

Bleikur2011IMG_4740

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku í dag þátt í árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum með því að klæðast einhverju bleiku. Hugmyndaflugið fékk algjörlega að ráða.

Mynd af Þór í Panamaskurði

ThOR_PANAMA

Varðskipið Þór sigldi í nótt í gegnum Panamaskurð. Hægt er að fylgjast með umferð um Panamaskurð á vefmyndavélum og fengum við senda skjámynd sem tekin var af Þór í skurðinum.

Þór siglir á miðnætti inn í Panamaskurð

2008_2fjul_2f27_2fpanama_canal1

Áætlað er að varðskipið Þór fari um Panamaskurð á bilinu frá klukkan tólf á miðnætti í kvöld til klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma.Hægt er að fylgjast með skipum sem fara um Panamaskurð á vefmyndavélum

Varðskipið Týr kom fyrir öldumælisdufli vestur af Sandgerði

NACGF_vardskip
Í vikunni lagði varðskipið Týr út öldumælisdufli vestur af Sandgerði en duflið slitnaði upp í sumar. Eitt af verkefnum varðskipanna er að skipta út öldumælisduflum með vissu millibili og þegar dufl tapast þarf að koma nýjum fyrir enda er afar mikilvægt fyrir sjófarendur að hafa upplýsingar um ölduhæð.

Þór siglir yfir miðbaug

THOR8

Varðskipið Þór sigldi í gær yfir miðbaug á leið sinni til Íslands. Áætlað er að Þór fari um Panama skurð 6.-7. október og er hægt að fylgjast með vefmyndavélum í rauntíma þegar skip fara þar í gegn

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna heimsækir LHG

Landhelgisgæslan fékk í gær heimsókn tuttugu nemenda í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fengu þau kynningu á starfsemi stjórnstöðvar með áherslu á fiskveiðieftirlit og -stjórnun. Voru þau mjög áhugasöm um verkefni Landhelgisgæslunnar en markmið skólans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum.

Þyrla LHG sækir sjúkling að Flúðum

TFLIF_DSC0857

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:37 beiðni um að þyrla LHG myndi sækja sjúkling að Flúðum en um bráðatilfelli var að ræða. Þyrluáhöfn var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 11:03.

Síða 2 af 2