Fréttayfirlit: nóvember 2011 (Síða 2)
TF-GNA aðstoðar við leit á Fimmvörðuhálsi
Landhelgisgæslunni barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór hún í loftið kl. 23:22.
Varðskipsmenn skipta um öldudufl
Áhöfn varðskipsins Þórs skipti í gær um öldudufl í Grímseyjarsundi en sú vinna er á meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir fyrir Siglingastofnun. Einnig verður skipt út duflum á Straumnesi og Húnaflóa.
Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður
Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á morgun, miðvikudag verður varðskipið opið til sýnis á Ísafirði.
Þór kannar frystigám sem fauk
Landhelgisgæslunni barst kl. 12:53 á sunnudag tilkynning um 40 feta frystigám sem fauk af bryggjunni á Stöðvarfirði og rak yfir fjörðinn í hvassviðrinu sem gekk yfir á laugardag. Varðskipið Þór hélt á staðinn.
TF-LÍF sótti veikan skipverja
Sunnudagur 6. nóvember 2011
Landhelgisgæslunni barst kl. 14:15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem veiktist um borð. TF-LÍF er nú á leið að sækja manninn og er áætlað að lenda í Reykjavík um kl. 16:00.
Skipin komu til Fáskrúðsfjarðar kl. 03:26
Togarinn Hoffell dró flutningaskipið Ölmu til hafnar á Fáskrúðsfirði í nótt og lögðust skipin að bryggju klukkan 3.15. Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði var á Fáskrúðsfirði var þeim til aðstoðar.
Skipin halda inn á Fáskrúðsfjörð vegna veðurs
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur nú, vegna versnandi veðurs verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið ALMA í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð
Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni komin um borð í flutningaskipið
Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf verður. TF-LÍF hefur verið stödd á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og flutti hún kl. 17:25 stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið
Dráttartaug slitnaði - unnið að því að fá vanann stýrimann um borð í ALMA
Upp úr kl. 11:00 í morgun barst tilkynning frá Hoffelli um að dráttartaugin milli skipanna hafi slitnað. Eru þau þau nú stödd um 6 sml A-af Stokknesi. Landhelgisgæslan, ásamt Hoffelli vinna nú að því að fá vanann stýrimann til að fara um borð í ALMA.
Stjórnlaust flutningaskip aðstoðað við Hornafjörð
Landhelgisgæslunni barst rúmlega kl. 03:00 í nótt aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins ALMA sem hefur að undanförnu flutt farm til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Var lóðsins að aðstoða flutningaskipið út fyrir Ósinn á Hornafirði um kl. 03:00 þegar uppgötvaðist að stýri skipsins virkaði ekki.
Ægir lagðist upp að Þór við komuna úr Miðjarðarhafi
Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í morgun eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru. Við komuna lagðist Ægir í fyrsta sinn upp að hlið nýja varðskipsins Þórs við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og sást þar glöggt stærðarmunurinn á varðskipunum tveimur.
- Fyrri síða
- Næsta síða