Fréttayfirlit: október 2013
Varðskipið Þór hefur tekið Fernanda í tog
Varðskipið Þór hefur nú tekið flutningaskipið Fernanda í tog og mun draga það til Hafnarfjarðar. Varðskipsmenn og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru um borð í Fernanda fyrr í dag til að tryggja aðstæður áður en hafist var handa við að draga skipið af vettvangi.
Varðskipinu Þór hefur tekist að draga verulega úr eldi um borð í Fernanda
.jpeg)
Varðskipið Þór hefur síðan í gærkvöldi verið við slökkvistörf á vettvangi og stýrt aðgerðum vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda suður af Vestmannaeyjum en áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA tókst giftusamlega að bjarga ellefu manna áhöfn skipsins um borð í þyrluna í gærdag.
Varðskipið Þór vinnur að slökkvistörfum á vettvangi
Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu Fernanda klukkan 21:15 í kvöld þar sem það er staðsett suður af Surtsey. Ennþá logar vel í skipinu og er mikill hiti til staðar. Varðskipið mun nota slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu næstu klukkustundirnar og er Lóðsinn frá Vestmannaeyjum ennþá á staðnum.
Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF hefur síðdegis í dag verið á vettvangi flutningaskipsins Fernanda og er varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skipið verði komið á staðinn síðar í kvöld. Verða þá aðstæður metnar en Lóðsinn í Vestmannaeyjum er á staðnum og sprautar sjó yfir eldinn sem virðist vera í rénun.
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfn Fernanda

Þyrlan TF-GNA hefur nú bjargað áhöfn flutningaskipsins Fernanda eða samtals 11 manns um borð og eru allir heilir á húfi. Fólkið verður flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar komnar á staðinn
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA kom að skipinu kl. 14:35 og er þyrlan TF-LÍF við það að koma á staðinn. Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er rétt ókomið. Lóðsinn í Vestmannaeyjum svo og önnur skip á svæðinu stefna á staðinn. Brú skipsins er sögð vera alelda og eru skipverjar komnir út á dekk skipsins. Þá er varðskipið Þór á leiðinni á staðinn.
Útkall vegna flutningaskips í vandræðum

Landhelgisgæslan heyrði upp úr kl. 14:00 í fjarskiptum að erlent flutningaskip með 11 manns um borð væri í vandræðum suður af Vestmannaeyjum. Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið.
Flutningaskip fékk á sig brotsjó
Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi neyðarboð frá íslensku flutningaskipi sem var fulllestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi. Samstundis var haft samband við skipið og hafði skipið þá fengið á sig brotsjó og björgunarbátur skipsins losnað frá. Varðstjórar höfðu samband við nærstödd skip og tókst öðru þeirra að ná björgunarbátnum um borð. Engar skemmdir urðu á skipinu en neyðarsendir björgunarbátsins fór í gang þegar hann fór útbyrðis.
Ráðstefna vegna samnorræns loftrýmiseftirlits

Sif skilar árangri í eftirliti á Miðjarðarhafi

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun októbermánaðar aðstoðað landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. Á tímabilinu hefur áhöfn flugvélarinnar komið auga á flóttamannabáta með samtals um hundrað manns innanborðs
Áhafnir varðskipanna við æfingar í Mjölni

Áhafnir varðskipaflotans hafa að undanförnu verið við ýmsar æfingar bæði á sjó og landi sem viðheldur menntun og eykur getu við björgunar, löggæslu- og eftirlitshlutverk þeirra. Þar á meðal eru líkams- og sjálfsvarnaræfingar sem m.a. eru stundaðar hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni.
Hélt fyrirlestur um björgunaraðgerðir á hafíssvæðum

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hélt í gærmorgun fyrirlestur á alþjóðlegu hafísráðstefnunni International Ice Charting Working Group (http://nsidc.org/noaa/iicwg/) sem haldin er í Háskóla Íslands. Erindi Snorre fjallaði um leitar og björgunaraðgerðir á hafíssvæðum en hann hefur verið helsti tengiliður Landhelgisgæslunnar vegna æfingarinnar Sarex Greenland Sea sem haldin er árlega í samstarfi við þjóðir Norður Heimskautsráðsins.
Gná fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:32 í gær beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu LHG við sjúkraflutning. Bilun kom upp í sjúkraflugvél sem var á leið í verkefnið og var áríðandi að tveir sjúklingar yrðu fluttir til Reykjavíkur.
Æfing slökkviliðs Akureyrar með varðskipinu Týr
Slökkvilið Akureyrar æfði nýverið um borð í varðskipinu Týr þar sem það er staðsett á Akureyri. Um var að ræða lið í stjórnendanámskeiði slökkviliðsins. Í æfingunni var sett upp atvik þar sem kviknað hafði í farþegaskipi og var fjögurra farþega saknað.
Netabátur dreginn til hafnar á Flateyri eftir vélarbilun

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:41 beiðni um aðstoð frá netabátnum Tjaldanes GK, eftir að vélarbilun varð um borð og allt rafmagn sló út. Tíu manns voru í áhöfn skipsins en það var staðsett milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Óskað var eftir aðstoð Gunnars Friðrikssonar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.
Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 4. nóvember nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 200 liðsmenn þeirra taka þátt í verkefninu. Koma þeir til landsins með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél.
- Fyrri síða
- Næsta síða