Fréttayfirlit: október 2014 (Síða 2)

Aðmíráll danska flotans kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í dag á móti Frank Trojan aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf við Joint Arctic Command í Nuuk á Grænlandi sem eru höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum.

Tékknesk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu

Bolafjall5

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 9. október nk. með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).  Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur.  

Flugtæknideild LHG tekur við viðhaldsrekstri TF-FMS

TF-FMS

Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar tekur í dag við rekstri TF-FMS, flugvélar Isavia sem er af gerðinni Beech B200 King Air. Vélin hefur undanfarin ár verið í rekstri Mýflugs en flyst nú yfir á flugrekstrarleyfi Isavia þar sem hún verður notuð við flugprófanir. Isavia hefur gert samning við flugtæknideild LHG um allan viðhaldsrekstur vélarinnar.

Síða 2 af 2