Aðflugsæfingar að Akureyrarflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins

Gera má ráð fyrir áframhaldandi aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli í þessari viku og mögulega einnig í næstu viku.

  • IMG_8401

19.10.2020 Kl: 15:05

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland stendur nú yfir en að þessu sinni er gæslan í höndum bandaríska flughersins. Aðflugsæfingar að varaflugvöllum eru hluti af verkefninu en gera má ráð fyrir áframhaldandi aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli í þessari viku og mögulega einnig í næstu viku.

Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins.

Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.